Fara í innihald

Flauelsbyltingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mótmæli í Prag 25. nóvember 1989.

Flauelsbyltingin (tékkneska: sametová revoluce) er heiti á röð friðsamlegra mótmæla sem leiddu til afnáms flokksræðis kommúnista í Tékkóslóvakíu árið 1989. Mótmælin hófust í Bratislava 16. nóvember á minningarathöfn um háskólanemann Jan Opletal sem hafði verið drepinn af nasistum 50 árum fyrr. Daginn eftir var alþjóðadagur stúdenta haldinn hátíðlegur sem endaði með því að þúsundir mótmælenda héldu inn í miðborg Prag. Óeirðalögregla brást við um kvöldið og dreifði hópnum. Fljótlega tók orðrómur að berast um að einhverjir mótmælendur hefðu verið drepnir af lögreglu. 17. nóvember markar formlega upphaf mótmælanna. Næstu daga breiddust mótmælin út og almennt verkfall hófst. Mótmælendur hringluðu lyklakippum sem tákni um að þeir vildu losna við stjórn kommúnista. 29. nóvember ákvað sambandsþing Tékkóslóvakíu að afnema setningu í stjórnarskrá Tékkóslóvakíu sem kvað á um leiðtogahlutverk kommúnistaflokksins. Þar með lauk flokksræði kommúnistaflokksins í Tékkóslóvakíu formlega. Í desember var Václav Havel kjörinn forseti landsins og í júní árið eftir voru fyrstu frjálsu þingkosningarnar haldnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy