Fara í innihald

Verkfall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Átök lögreglu og verkafólks í Teamsters-verkfallinu í Minneapolis í Bandaríkjunum 1934

Verkfall er skipulögð vinnustöðvun launafólks í fyrirtæki, starfsgrein(um) eða iðnaði til að ná fram til dæmis launahækkun eða bættum vinnuskilyrðum yfirleitt hjá starfsfólki sem fer í verkfall en stundum til að þrýsta á annarra vinnuveitendur, þá kallað "samúðarverkfall". Verkbann er samsvarandi vinnustöðvun að undirlagi atvinnurekenda. Verkföll urðu fyrst almennt notuð í réttindabaráttu launafólks í Iðnbyltingunni þegar þörf skapaðist fyrir mikið af vinnuafli í verksmiðjum.

Verkfall getur verið ótímabundið eða tímabundin aðgerð en þá jafnvel endurtekin, hugsanlega reglulega. Stundum neita starfsmenn að vinna yfirvinnu, sem er strangt til tekið ekki verkfall.

Dæmi um verkföll

[breyta | breyta frumkóða]

Langvinn verkföll á Íslandi hafa t.d. átt sér stað í vinnudeilum kennara. Verkfall grunnskólakennara 2004 og 1995 stóðu í meira en mánuð.

Á árinu 2015 fóru læknar, hjúkrunarfræðingar, starfsmenn SFR, lögreglan og Sjúkraliðafélag Íslands í verkfall.

Sjómenn fóru í verkfall á árinu 2001, og í 10 vikur frá miðjum desember 2016 fram í febrúar 2017.

BHM fór í verkfall 1984. Framhaldsskólakennarar fóru í verkfall 1995.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy