Fara í innihald

Geimfar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Geimflaugin Columbia í flugtaki

Geimfar eða geimskip er farartæki sem hannað er fyrir geimflug. Geimför eru notuð í mismunandi tilgangi, meðal annars til samskipta, jarðarathugunar, veðurfræði, siglingafræði, reikistjörnukönnunar og flutninga manna og farms. Í undirsporbrautarflugi (e. sub-orbital flights) fer geimfar út í geiminn og kemur svo aftur til jarðar án þess að fara á sporbraut. Í sporbrautarflugum (e. orbital flights) fer geimfarið á sporbaug um Jörðina eða önnur stjarnfræðileg fyrirbæri.

Geimför notuð til mannaðra geimferða flytja fólk annaðhvort sem starfsmenn eða farþega. Tölvustýrð geimför (e. robotic spacecraft) eru ómönnuð og er stjórnað á sjálfvirkan hátt frá Jörðinni. Ómönnuð geimför notuð til rannsókna heita könnunarhnettir (e. space probes). Nokkur geimför eru á leiðinni út úr sólkerfinu, til dæmis Pioneer 10 og 11, Voyager 1 og 2 og New Horizons.

Vinsælt er að ræða um geimför í vísindaskáldskap.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy