Fara í innihald

Hosni Mubarak

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hosni Mubarak
حسني مبارك
Mubarak árið 2009.
Forseti Egyptalands
Í embætti
14. október 1981 – 11. febrúar 2011
Forsætisráðherra
Sjá lista
Varaforseti
ForveriAnwar Sadat
Sufi Abu Taleb (starfandi)
EftirmaðurMúhameð Hussein Tantawi (til bráðabirgða)
Múhameð Morsi
Persónulegar upplýsingar
Fæddur4. maí 1928
Kafr-El Meselha, Egyptalandi
Látinn25. febrúar 2020 (91 árs) Kaíró, Egyptalandi
StjórnmálaflokkurLýðræðisflokkur þjóðarinnar (1978–2011)
Arabíska sósíalistabandalagið (fyrir 1978)
MakiSuzanne Thabet ​(g. 1959)
Börn2
StarfHerforingi, stjórnmálamaður
Undirskrift

Múhameð Hosni Said Mubarak (arabíska : محمد حسنى سيد مبارك ) (fæddur 4. maí 1928, látinn 25. febrúar 2020), almennt þekktur undir nafninu Hosni Mubarak (arabíska: حسنى مبارك ) var fjórði forseti Egyptalands frá 14. október 1981 til 11. febrúar 2011 en hann sagði af sér í kjölfar mikilla mótmæla.

Mubarak var útnefndur varaforseti Egyptalands eftir að hafa klifrað upp metorðastigann í egypska flughernum. Hann tók við forsetastóli af Anwar Sadat eftir að sá síðarnefndi var myrtur af öfgamönnum í kjölfar friðarsamkomulags hans við Ísrael.[1]

Embætti forseta Egyptalands er almennt talin valdamesta staða í Arabaheiminum. Mubarak hélt fast um stjórnartaumana allan feril sinn í embætti en leyfði þó lýðræðislegar kosningar í landinu.

Eftir að Mubarak var steypt af stóli var hann handtekinn og ákærður fyrir ýmsa glæpi, meðal annars fyrir að hafa beitt forsetavaldi sínu til að láta myrða fólk í byltingunni 2011. Mubarak dvaldi undir ströngu eftirliti í fangelsum og hersjúkrahúsum næstu árin en var loks sýknaður og endanlega látinn laus árið 2017.[2] Mubarak lést á sjúkrahúsi í Kaíró árið 2020.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Þaulsætinn þjóðarleiðtogi“. Dagblaðið Vísir. 7. febrúar 2011. bls. 22–23.
  2. „Mubarak látinn laus eftir sex ár í haldi“. Kjarninn. 24. mars 2017. Sótt 13. desember 2024.
  3. Stefán Ó. Jónsson (25. febrúar 2020). „Hosni Mubarak látinn“. Vísir. Sótt 13. desember 2024.


Fyrirrennari:
Anwar Sadat
Forseti Egyptalands
(19812011)
Eftirmaður:
Múhameð Hussein Tantawi
(til bráðabirgða)


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy