Fara í innihald

Lungnakrabbamein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Röntgenmynd með krabbameinsæxli í vinstra lunga.

Lungnakrabbamein er sjúkdómur þar sem frumur skipta sér óstjórnandi í lungnavef.

Orsakir lungnakrabbameins

[breyta | breyta frumkóða]

Talið er að 90% tilvika lungnakrabbameins megi rekja til reykinga. Einnig geta eiturefni í umhverfi svo sem asbest og radon aukið áhættu á að fá slíkt krabbamein. Einstaklingar virðast misnæmir fyrir krabbameinsvaldandi áhrifum tóbaksreyks og fá um 16% reykingamanna lungnakrabbamein.

Einkenni lungnakrabbameins

[breyta | breyta frumkóða]

Hósti er algengasta fyrsta einkenni lungnakrabbameins en næst koma andnauð, brjóstverkur og blóðhósti. Einnig er þyngdartap, verkir í beinum, klumbun, hiti, slappleiki, holæðarheilkenni, kyngingarörðugleikar og öng- og soghljóð.

Gerðir lungnakrabbameins

[breyta | breyta frumkóða]

Fjórar helstu vefjagerðir lungnakrabbameins eru smáfrumukrabbamein, flöguþekjukrabbamein, kirtilmyndandi krabbamein og stórfrumukrabbamein.

Meðferð og lækning

[breyta | breyta frumkóða]

Flest lungnakrabbamein greinast seint og þá vegna einkenna frá útbreiddum meinvörpum, t.d. í heila, lifur, beinum eða nýrnahettum. Á þeim tímapunkti er tilgangur meðferðar ekki að lækna sjúkdóminn heldur að lengja líf og halda niðri einkennum hans. Árangur af slíkri meðferð, þ.e. þegar meinvörp hafa myndast er takmarkaður; helmingur sjúklinga lifir skemur er 8 mánuði og fimm ára lífslíkur eru um 5%

Útbreiðsla lungnakrabbameins á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið á Íslandi, á eftir blöðruhálskirtilkrabbameini hjá körlum og brjóstakrabbameini hjá konum. Lungnakrabbamein er það krabbamein sem dregur flesta til dauða. Á árinu 2006 létust 123 einstaklingar úr lungnakrabbameini en það er fleiri en samanlagður fjöldi þeirra sem létust úr brjóstakrabbameini, blöðruhálskirtilkrabbameini og ristilkrabbameini það ár. Skráningar hófust á Íslandi á tíðni lungnakrabbameins árið 1955. Nýgengi lungnakrabbameins meðal karla og kvenna á Íslandi er óvenjulega jafnt og er nýgengi lungnakrabbameins meðal kvenna á Íslandi með því hæsta sem gerist í heiminum. Skýringin er talin útbreiðsla reykinga um og upp úr síðustu heimsstyrjöld.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy