Fara í innihald

Markgreifi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aðalstitlar
Kóróna fursta í hinu Heilaga rómverska ríkis
Keisari og keisaraynja
Kóngur og drottning
Stórhertogi og stórhertogaynja
Stórfursti og stórfurstynja
Fursti og furstynja
Prins og prinsessa
Erkihertogi og erkihertogaynja
Hertogi og hertogaynja
Markgreifi og markgreifynja
Greifi / jarl og greifynja
Vísigreifi og vísigreifynja
Barón / fríherra og barónessa

Markgreifi / markgreifynja er arfgengur aðalstitill í nokkrum Evrópulöndum og nýlendum þeirra. Hugtakið er líka notað yfir hliðstæða titla í Kína og Japan. Í aðalsmannatali Bretlands er markgreifi lægra settur en hertogi en hærra settur en jarl. Stundum fengu erfingjar hertoga þennan titil.

Upphaflega var markgreifi lénsherra yfir mörk, það er landi við landamæri ríkisins, samanber norsku fylkin Þelamörk og Heiðmörk. Síðar varð markgreifinn einfaldlega næsti aðalstitill fyrir ofan greifa. Eitt eða fleiri barónsdæmi eða greifadæmi gátu tilheyrt markgreifadæmi. Á 18. öld varð markgreifatitillinn hirðtitill í Frakklandi og fjöldi nýrra markgreifa- og greifatitla varð til.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy