Fara í innihald

Montferrat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landslag í Montferrat

Montferrat (fjallalenska: Monferà; ítalska: Monferrato) er hérað í norðvesturhluta Ítalíu sem nú er hluti af héraðinu Fjallalandi og nær hér um bil yfir sýslurnar Alessandriu og Asti. Upphaflega var Montferrat greifadæmi en árið 961 var það gert að markgreifadæmi í hinu Heilaga rómverska ríki þegar Ottó mikli náði þar völdum. Montferrat-ættin var við völd þar til Spánverjar lögðu héraðið undir sig 1533 en 1536 lét Karl 5. Gonzaga-ættinni frá Mílanó markgreifadæmið eftir. 1574 var héraðið gert að hertogadæmi. 1631 náði Savojaættin helmingi Montferrat undir sig og árið 1708 fékk hún afganginn í Spænska erfðastríðinu. 1720 varð héraðið hluti af Konungsríkinu Sardiníu.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy