Fara í innihald

Ofnæmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ofsakláði af völdum ofnæmisviðbragða.

Ofnæmi er sjúkdómur af völdum of mikils næmis í ónæmiskerfinu fyrir efnum í umhverfinu sem eru að öðru leyti skaðlaus. Þessi efni geta valdið viðbrögðum þegar þeirra er neytt, þeim andað inn eða þegar þau komast í snertingu við húðina. Meðal algengra tegunda ofnæmis eru matarofnæmi, frjóofnæmi, exem og astmi. Einkenni ofnæmis eru meðal annars mæði, höfuðverkir, roði, blettir og kláði.[1]

Þótt börn fæðist ekki með ofnæmissjúkdóma[2] geta þeir byrjað á ungum aldri, oftast sem astma eða exem. Flest börn vaxa þó upp úr slíkum ofnæmissjúkdómum.[1] Ofnæmi getur borist frá móður til barns í gegnum brjóstamjólk ef barnið fær enga aðra fæðu.[2] Rannsóknir hafa leitt í ljós að draga megi úr líkum matarofnæmis með því að gefa börnum fæðu sem inniheldur algenga ofnæmisvalda (svo sem egg, mjólk, jarðhnetur) fyrir sex mánaða aldur.[2]

Ofnæmissjúkdóma má meðhöndla með misgóðum árangri. Stundum er hægt að venja líkamann ofnæmisvaldinum með því að sprauta stærri og stærri skömmtum af ofnæmisvaldinum í líkamann.[1] Annars er hægt að draga úr bráðaeinkennum sumra ofnæmissjúkdóma með lyfjum svo sem sterum og andhistamínum.

Algengi ofnæmissjúkdóma virðist fara vaxandi í Vesturlöndum. Í íslenskri rannsókn greindust 34% barna í 179 barna úrtaki með astma eða annars konar ofnæmi við átta ára aldur. Vísbendingar eru um að ofnæmissjúkdómar geti borist milli kynslóða en 73% þessara barna áttu foreldra eða systkini með ofnæmi.[3]

  1. 1,0 1,1 1,2 „Ofnæmi - Doktor.is“. Sótt 2019.
  2. 2,0 2,1 2,2 „Er hægt að fæðast með ofnæmi og geta ungbörn haft ofnæmi fyrir brjóstamjólk?“. Vísindavefurinn. Sótt 3. febrúar 2019.
  3. „Ofnæmi og astmi hjá íslenskum börnum“. Sótt 3. febrúar 2019.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy