Fara í innihald

Perur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Perur
Perutré (Pyrus communis)
Perutré (Pyrus communis)
Þversnið af peruávexti
Þversnið af peruávexti
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósabálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Amygdaloideae[1]
Ættflokkur: Maleae
Undirættflokkur: Malinae
Ættkvísl: Pyrus
L.
Mörg afbrigði, svo sem Sandpera, eru ekki "perulaga"

Perur (fræðiheiti: Pyrus) eru tré eða runnar í Rósaætt. Það er einnig nafnið á ávexti þessara tegunda. Nokkrar tegundirnar eru ræktaðar vegna ávaxtarins og/eða sem skrauttré.

Orðið pera er vestur-germanskt, hugsanlega lánsorð úr latínu pira, fleirtala af pirum, álíkt Gríska ἄπιος apios[2] (frá Mykenska ápisos)[3], sem er af semitískum uppruna (Arameiska/Syriac "pirâ", í merkingunni "ávöxtur", frá sögninni "pra", sem þýðir "að gefa af sér, fjölgun, bera ávöxt"). Ættkvíslarnafnið var sett af Carl von Linné 1753 í bókinni Species Plantarum.[4]

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Pera er jurt upprunnin frá strandlægum og milt tempruðum svæðum gamla heimsins, frá Vestur-Evrópu og Norður-Afríku austur yfir Asíu.[5]

Perublóm

Þetta er meðalstórt tré sem verður 10 til 17m hátt, oft með granna krónu; nokkrar tegundir eru runnakenndar. Blöðin eru stakstæð, heil, 2-12 sm löng, skærgræn á sumum tegundum, þétt silfurhærð á öðrum; blaðlögun getur verið frá breiðegglaga til mjó lensulaga. Flestar tegundir eru lauffellandi en ein eða tvær í suðaustur Asíu eru sígrænar. Flestar eru kuldaþolnar, þola á milli -25°C og -40°C, nema sígrænu tegundirnar sem þola bara niðaur að −15°C.

Blómin eru hvít, sjaldan bleik eða gulleit 2 - 4sm í þvermál og með fimm krónublöð.[6] Ávöxtur flestra villtra tegunda er 1 - 4sm í þvermál, en í sumum ræktuðum afbrigðum allt að 18 sm í þvermál og 8 sm breið; lögunin er frá að vera kúlulaga til hins sígilda perulaga forms.

Ræktun á perum á tempruðum svæðum nær langt aftur fyrir ritaðar heimildir, og eru sannanir fyrir nytjum á þeim síðan á forsögulegum tímum. Orðið pera, eða samsvarandi, kemur fyrir í öllum keltneskum málum.

Blóm

Ættkvíslin er talin vera upprunnin frá sem nú er vestur Kína við fjallarætur Tian Shan, fjallgarðs í Mið Asíu, og hafa breiðst út norður og suður meðfram fjallagörðum og þróast í yfir 20 aðaltegundir [heimild vantar].

Asískar tegundir með meðalstóra til stóra ávexti eru til dæmis P. pyrifolia, P. ussuriensis, P. × bretschneideri, P. × sinkiangensis, og P. pashia.

Helstu tegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Það eru á milli 25 til 28 Pyrus tegundir:[7]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Potter, D.; Eriksson, T.; Evans, R. C.; Oh, S.; Smedmark, J. E. E.; Morgan, D. R.; Kerr, M.; Robertson, K. R.; Arsenault, M.; Dickinson, T. A.; Campbell, C. S.; og fleiri (2007). „Phylogeny and classification of Rosaceae“. Plant Systematics and Evolution. 266 (1–2): 5–43. doi:10.1007/s00606-007-0539-9. [Referring to the subfamily by the name "Spiraeoideae"]
  2. Frisk, Griechisches Etymologisches Wörterbuch und Oxford English Dictionary.
  3. http://www.etymonline.com/index.php?term=pear
  4. Carl von Linné: Species Plantarum. Band 1, Impensis Laurentii Salvii, Holmiae 1753, S. 479, Snið:Http://www.biodiversitylibrary.org/openurl?pid=title:669&volume=1&issue=&spage=479&date=1753.
  5. Herfried Kutzelnigg: Pyrus. In: Hildemar Scholz (Hrsg.): Illustrierte Flora von Mitteleuropa. Begründet von Gustav Hegi. 2., völlig neubearbeitete und erweiterte Auflage. . Band IV Teil 2B: Spermatophyta: Angiospermae: Dicotyledones 2 (3) (Rosaceae, 2. Teil). Blackwell, Berlin/Wien u. a. 1995, ISBN 3-8263-2533-8.
  6. Pear Fruit Facts Page Information. bouquetoffruits.com
  7. [1] Geymt 9 febrúar 2017 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN), USDA, ARS, National Genetic Resources Program. National Germplasm Resources Laboratory, Beltsville, Maryland.


Viðbótarlesning

[breyta | breyta frumkóða]
  • Asghar Zamani, Farideh Attar, Hosein Maroofi: A synopsis of the genus Pyrus (Rosaceae) in Iran. In: Nordic Journal of Botany. Band 30, Nr. 3, 2012, 310–332 DOI:10.1111/j.1756-1051.2012.00989.x.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy