Fara í innihald

Shansi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landakort sem sýnir legu Shansi héraðs í Norður-Kína.
Kort af legu Shansi héraðs í Norður-Kína.

Shansi (eða Shanxi) (kínverska: 山西; rómönskun: Shānxī) er landlukt hérað í Norður- Kína. Landslag héraðsins einkennist af hásléttu sem afmarkast að hluta af fjallgarði. Nafnið Shansi sem þýðir "vestur af fjöllunum" vísar til staðsetningar héraðsins vestur af Taihang-fjöllum. Nokkuð rétthyrnt að lögun, afmarkast Shansi af héruðunum Hebei í austri, Henan í suðri og suðaustri, Shaanxi í vestri og af sjálfstjórnarsvæðinu Innri-Mongólíu í norðri. Héraðið er um 157.100 ferkílómetrar.

Höfuðborgin og stærsta borg héraðsins er Taiyuan, sem er staðsett í miðju þess, en næst fjölmennustu borgirnar í héraðinu eru Changzhi og Datong. Árið 2010 var íbúafjöldi Shansi um 36 milljónir.

Shansi er sem gátt að frjósömum sléttum Hebei og Henan. Frá fornu fari hefur það einnig þjónað sem varðbelti milli Kína og mongólsku og mið-asísku gresjanna. Héraðið var mikilvæg leið fyrir her- og viðskiptaleiðangra, varð héraðið ein helsta leiðin fyrir inngöngu búddisma til Kína frá Indlandi.

Menning Shansi byggir að mestu á þjóðarmenningu Han meirihlutans, sem er yfir 99 prósent íbúa. Héraðið er þekkt fyrir að hafa mikinn fjölda sögulegra bygginga sem er sá mesti meðal allra kínverskra héraða. Þar eru yfir 70 prósent þeirra bygginga í Kína sem byggðar voru á eða fyrir valdatíma Song ættarveldisins.

Shansi er leiðandi í framleiðandi kols í Kína og áætlað er að um þriðjungur kola í jörðu í Kína sé þar. Engu að síður er landsframleiðsla á mann í Shansi undir landsmeðaltali.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy