Fara í innihald

Viggo Mortensen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Viggo Mortensen

Viggo Mortensen árið 2020.
Fæddur
Viggo Peter Mortensen Jr.

20. október 1958 (1958-10-20) (66 ára)
Watertown í New York-fylki í Bandaríkjunum
Ríkisfang
  • Bandaríkin
  • Danmörk
SkóliSt. Lawrence háskóli
Störf
  • Leikari
  • Listamaður
  • Tónlistarmaður
  • Leikstjóri
  • Framleiðandi
Ár virkur1984–í dag
MakiAriadna Gil (2009–í dag)
Börn1

Viggo Peter Mortensen Jr. R (f. 20. október 1958) er bandarískur og danskur leikari, tónlistarmaður og kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, þar á meðal tilnefningar til þriggja Óskarsverðlauna sem besti leikari, þrenn BAFTA-verðlaun og fern Golden Globe verðlaun.

Viggo Mortensen fæddist í Watertown í New York-fylki og ólst upp aðallega í Argentínu og New York. Hans fyrsta kvikmynd sem leikari var í litlu hlutverki í spennumynd Peter Weir frá 1985 sem hét Witness. Hann lék aukahlutverk í nokkrum þekktum kvikmyndum á níunda áratugnum, þar á meðal The Indian Runner (1991), Carlito's Way (1993), Crimson Tide (1995), Daylight (1996), The Portrait of a Lady (1996), G.I. Jane (1997), A Perfect Murder (1998), A Walk on the Moon (1999), og 28 Days (2000).

Mortensen varð heimsfrægur fyrir að leika Aragorn í fantasíuþríleiknum Hringadróttinssögu (Lord of the Rings)(2001-2003) í leikstjórn Peter Jackson. Hann fékk lof fyrir samstarf sitt við kvikmyndagerðarmanninn David Cronenberg í spennumyndunum A History of Violence (2005), Eastern Promises (2007) og A Dangerous Method (2011). Hann lék svo í gamanmyndinni Captain Fantastic (2016) og bíllstjórann Tony Lip í Green Book (2018). Mortensen leikstýrði sinni fyrstu mynd, Falling (2020), þar sem hann lék einnig og var hún tilnefnd til Goya-verðlauna fyrir bestu evrópsku myndina.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy