Viggo Mortensen
Viggo Mortensen | |
---|---|
Fæddur | Viggo Peter Mortensen Jr. 20. október 1958 Watertown í New York-fylki í Bandaríkjunum |
Ríkisfang |
|
Skóli | St. Lawrence háskóli |
Störf |
|
Ár virkur | 1984–í dag |
Maki | Ariadna Gil (2009–í dag) |
Börn | 1 |
Viggo Peter Mortensen Jr. R (f. 20. október 1958) er bandarískur og danskur leikari, tónlistarmaður og kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, þar á meðal tilnefningar til þriggja Óskarsverðlauna sem besti leikari, þrenn BAFTA-verðlaun og fern Golden Globe verðlaun.
Viggo Mortensen fæddist í Watertown í New York-fylki og ólst upp aðallega í Argentínu og New York. Hans fyrsta kvikmynd sem leikari var í litlu hlutverki í spennumynd Peter Weir frá 1985 sem hét Witness. Hann lék aukahlutverk í nokkrum þekktum kvikmyndum á níunda áratugnum, þar á meðal The Indian Runner (1991), Carlito's Way (1993), Crimson Tide (1995), Daylight (1996), The Portrait of a Lady (1996), G.I. Jane (1997), A Perfect Murder (1998), A Walk on the Moon (1999), og 28 Days (2000).
Mortensen varð heimsfrægur fyrir að leika Aragorn í fantasíuþríleiknum Hringadróttinssögu (Lord of the Rings)(2001-2003) í leikstjórn Peter Jackson. Hann fékk lof fyrir samstarf sitt við kvikmyndagerðarmanninn David Cronenberg í spennumyndunum A History of Violence (2005), Eastern Promises (2007) og A Dangerous Method (2011). Hann lék svo í gamanmyndinni Captain Fantastic (2016) og bíllstjórann Tony Lip í Green Book (2018). Mortensen leikstýrði sinni fyrstu mynd, Falling (2020), þar sem hann lék einnig og var hún tilnefnd til Goya-verðlauna fyrir bestu evrópsku myndina.