Fara í innihald

Vitsmunaflótti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vitsmunaflótti, atgervisflótti, menntamannaflótti eða vitsmunaleki er hugtak sem lýsir brottflutningi einstaklinga sem búa yfir sérstökum hæfileikum, menntun eða þekkingu. Vitsmunaflótti getur verið kostnaðarsamur fyrir ríki því þeir einstaklingar sem flytjast á brott búa yfir menntun sem í mörgum tilfellum er styrkt eða kostuð að miklu leyti af ríkisstjórn viðkomandi ríkis.

Hugtakið var fyrst notað eftir seinni heimstyrjöld til þess að lýsa flótta vísindamanna og tæknifræðinga frá Evrópu til Norður-Ameríku [1]. Vitsmunaflótti getur orsakast af ýmsum þáttum. Fyrirbæri eins og átök í samfélaginu, skortur á atvinnutækifærum eða slæmt efnahagsástand eru allt þættir sem geta valdið vitsmunaflótta. Vitsmunaflótti er algengur í þróunarlöndum og sér í lagi í fyrrverandi nýlendum í Afríku [2] eða meðal eyþjóða í Karíbahafinu [3].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „The brain drain: Old myths, new realities“. Sótt 30. júní 2008.
  2. „Brain drain costs Africa billions“. Sótt 30. júní 2008.
  3. „Caribbean 'brain-drain' worsens“. Sótt 30. júní 2008.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy