9. maí
Útlit
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2024 Allir dagar |
9. maí er 129. dagur ársins (130. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 236 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1087 - Líkamsleifar heilags Nikuláss voru fluttar til Barí.
- 1087 - Viktor 3. (Desiderius frá Montecassino) tók við embætti, ári eftir að hann var kjörinn páfi.
- 1092 - Dómkirkjan í Lincoln á Englandi var vígð.
- 1280 - Eiríkur Magnússon prestahatari varð konungur Noregs.
- 1457 - Karl Knútsson Bonde lánaði Danzigborg háa fjárhæð gegn veði. Lánið var ekki endurgreitt fyrr en 1704, þegar Karl 12. krafðist greiðslu.
- 1593 - Í bréfi til hirðstjóra frá konungi var ákvæði þess efnis að innsigli Íslands skyldi vera hausaður óflattur þorskur með konungskórónu.
- 1625 - Danir hófu þátttöku í Þrjátíu ára stríðinu þegar Kristján 4. réðist með her inn í Þýskaland.
- 1662 - Samuel Pepys ritaði í dagbók sína að hann hefði séð Punch og Judy-brúðuleikhús þennan dag leikið af ítölskum brúðumeistara, sem er elsta heimild um brúðuleikhús af þessu tagi í Englandi.
- 1671 - Thomas Blood reyndi að stela bresku krúnudjásnunum úr Lundúnaturni en náðist strax.
- 1768 - Rannveig Egilsdóttir lauk ljósmóðurprófi á Staðarfelli í Dölum. Hún var fyrsta menntaða ljósmóðirin á Íslandi.
- 1769 - Frakkar lögðu Korsíku undir sig.
- 1855 - Prentfrelsi var leitt í lög á Íslandi með tilskipun konungs.
- 1877 - Rúmenía fékk sjálfstæði frá Tyrkjaveldi.
- 1886 - Barnastúkan Æskan var stofnuð í Reykjavík.
- 1941 - Guðrún Á. Símonar, síðar óperusöngkona, kom fram í fyrsta skipti með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar.
- 1945 - Sigurdagurinn í Evrópu: Ríki Austur-Evrópu halda upp á lok stríðsins þennan dag en ekki 8. maí vegna tímamismunar.
- 1946 - Viktor Emmanúel 3. konungur Ítalíu sagði af sér. Sonur hans, Úmbertó 2., tók við og ríkti í rúman mánuð.
- 1950 - Utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, sendi frá sér Schuman-yfirlýsinguna um sameiningu kola- og stálframleiðslu Frakklands og Þýskalands.
- 1957 - Björn Pálsson, sjúkraflugmaður, fór í frægðarflug til Scoresbysund á Grænlandi og sótti þangað tvær sængurkonur. Flugvélin var á skíðum.
- 1958 - Kvikmyndin Vertigo eftir Alfred Hitchcock var frumsýnd.
- 1964 - Verkamannasamband Íslands var stofnað.
- 1965 - Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 1970 - Um 100.000 manns mótmæltu Víetnamstríðinu í Washington DC.
- 1974 - Rithöfundasamband Íslands var stofnað.
- 1974 - Sverrir Hermannsson flutti lengstu ræðu sem flutt hafði verið á Alþingi og talaði í rúmlega fimm klukkustundir.
- 1976 - Ulrike Meinhof fannst hengd í klefa sínum í Stuttgart-Stammheim.
- 1978 - Lík Aldo Moro, sem rænt hafði verið tveimur mánuðum fyrr, fannst sundurskotið í skottinu á bifreið sem lagt var miðja vegu milli skrifstofa kristilega demókrataflokksins og kommúnistaflokkins í Róm.
- 1978 - Samtökin '78 voru stofnuð.
- 1979 - Borgarastyrjöldin í El Salvador hófst.
- 1980 - Líberíska flutningaskipið Summit Venture rakst á brú yfir Tampaflóa. 35 létust þegar hluti af brúnni hrundi.
- 1982 - Hrafnhildur Valbjörnsdóttir og Guðmundur Sigurðsson sigruðu á fyrsta Íslandsmóti í vaxtarrækt, sem haldið var í Reykjavík.
- 1987 - Iljúsín Il-62-flugvél frá Polskie Linie Lotnicze LOT hrapaði í skógi í Póllandi. 183 létust.
- 1992 - Áætlunarflugi með Fokker F27-flugvélum lauk á Íslandi, en það hafði staðið í nærfellt 3 áratugi. Við tóku Fokker 50-flugvélar.
- 1992 - Linda Martin sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1992 fyrir Írland.
- 1992 - Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var tekinn upp á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg.
- 1993 - Juan Carlos Wasmosy varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Paragvæ í 40 ár.
- 1997 - Hópur sjálfstæðissinna sem voru kallaðir Serenissimi hertóku um stutt skeið Klukkuturn heilags Markúsar í Feneyjum.
- 1998 - Dana International sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1998 með laginu „Diva“.
- 2002 - Sprengja sprakk í göngu til að fagna 57 árum frá lokum Síðari heimsstyrjaldar í Kaspijsk í Dagestan. 43 létust.
- 2010 - Skuldakreppan í Evrópu: Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins stofnuðu Björgunarsjóð Evrópu.
- 2016 - Rodrigo Duterte var kjörinn forseti Filippseyja.
- 2017 - Donald Trumpov Bandaríkjaforseti rak James Comey, yfirmann FBI, vegna rannsóknar á tengslum Trumpovs við Rússa.
- 2018 - Kosningabandalagið Pakatan Harapan vann sögulegan sigur á Barisan Nasional í þingkosningum í Malasíu.
- 2020 – Átök brutust út meðal kínverskra og indverskra landamæravarða við Nathu La.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1490 - Mimar Sinan, tyrkneskur arkitekt (d. 1588).
- 1800 - John Brown, bandarískur þrælahaldsandstæðingur (d. 1859).
- 1807 - Carl Emil Bardenfleth, danskur stjórnmálamaður (d. 1857).
- 1831 - William Watson Goodwin, bandarískur fornfræðingur (d. 1912).
- 1874 - Howard Carter, breskur fornleifafræðingur (d. 1939).
- 1883 - Jose Ortega y Gasset, spænskur heimspekingur (d. 1955).
- 1921 - Sophie Scholl, þýsk andspyrnukona (d. 1943).
- 1923 - Stefán Jónsson, rithöfundur og alþingismaður (d. 1990).
- 1940 - James L. Brooks, bandarískur handritshöfundur.
- 1949 - Ibrahim Baré Maïnassara, forseti Níger (d. 1999).
- 1961 - Rannveig Rist, forstjóri Álversins í Straumsvík.
- 1973 - Sigurður Kári Kristjánsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1974 - Nanna Kristín Magnúsdóttir, íslensk leikkona.
- 1975 - Chris Diamantopoulos, kanadískur leikari.
- 1976 - Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, íslensk leikkona.
- 1990 - Fanndís Friðriksdóttir, íslensk knattspyrnukona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1280 - Magnús lagabætir, Noregskonungur (f. 1238).
- 1315 - Húgó 5., hertogi af Búrgund (f. 1282).
- 1666 - Shah Jahan, Mógúlkeisari (f. 1592).
- 1707 - Dietrich Buxtehude, skánskt tónskáld (f. um 1637).
- 1723 - Guðmundur Bergmann Steinsson, skólameistari á Hólum (f. 1698).
- 1745 - Tomaso Antonio Vitali, ítalskt tónskáld (f. 1663).
- 1805 - Friedrich Schiller, þýskur rithöfundur (f. 1759).
- 1861 - Páll Melsteð, amtmaður á Íslandi (f. 1791).
- 1931 - P. Nielsen, danskur náttúrufræðingur (f. 1844).
- 1978 - Aldo Moro, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1916).
- 1986 - Tenzing Norgay, nepalskur fjallgöngumaður (f. 1914).
- 1995 - Tage Ammendrup, íslenskur dagskrárgerðarmaður (f. 1927).
- 2012 - Alexander Fenton, skoskur þjóðfræðingur (f. 1929).
- 2023 - Anna Kolbrún Árnadóttir, íslensk þingkona (f. 1970).
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Category:9 May.