Content-Length: 513897 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Heimsmeistaram%C3%B3t_landsli%C3%B0a_%C3%AD_knattspyrnu_karla_2014

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2014 - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2014

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2014 var haldið í Brasilíu dagana 12. júní til 13. júlí 2014. Heimsmeistaramótið var það 20. í röðinni en það eru haldin á fjögurra ára fresti. Þetta var í annað skiptið sem keppnin var haldin í Brasilíu en heimsmeistaramótið fór einnig fram þar í landi árið 1950. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var nálægt því að komast á mótið en tapaði í umspili fyrir Króatíu með 1 marks mun.

Val á gestgjöfum

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2003 tilkynnti FIFA að keppnin 2014 skyldi fara fram í Suður-Ameríku, það yrði jafnframt í fyrsta sinn í sögunni sem mótið yrði haldið utan Evrópu tvö skipti í röð. Aðildarlönd suður-ameríska knattspyrnusambandsins, CONMEBOL, ákváðu á fundi sínum árið 2004 að lýsa stuðningi við framboð Brasilíu sem var formlega skilað inn á árinu 2006. Þrátt fyrir samþykktina íhuguðu knattspyrnuyfirvöld í Argentínu að bjóða í keppnina og Kólumbíumenn gengu skrefi lengra og skiluðu inn umsókn. Vorið 2007 hættu Kólumbíumenn við og varð Brasilía því sjálfkjörin í hlutverk gestgjafa.

Þátttökulið

[breyta | breyta frumkóða]

32 þjóðir mættu til leiks frá sex heimsálfum.

Knattspyrnuvellir

[breyta | breyta frumkóða]
Rio de Janeiro, RJ
Estádio do Maracanã
Sætafjöldi: 76.935[1]
Belo Horizonte, MG
Estádio Mineirão
Sætafjöldi: 62.547
Salvador, BA
Arena Fonte Nova
Sætafjöldi: 56.000[2]
Cuiabá, MT
Arena Pantanal
Sætafjöldi: 42.968
(endurbyggður)
Fortaleza, CE
Estádio Castelão
Sætafjöldi: 64.846[3]
Porto Alegre, RS
Estádio Beira-Rio
Sætafjöldi: 51.300[4]
(endurbyggður)
Recife, PE
Arena Pernambuco
Sætafjöldi: 46.154
Curitiba, PR
Arena da Baixada
Sætafjöldi: 43.900
(uppfærður)
Brasilía, DF São Paulo, SP
Estádio Nacional Mané Garrincha[5] Arena de São Paulo
Sætafjöldi: 70.042[6] Sætafjöldi: 68.000
(nýr leikvangur)
Manaus, AM Natal, RN
Arena Amazônia Arena das Dunas
Sætafjöldi: 42.374
(endurbyggður)
Sætafjöldi: 42.086
(endurbyggður)

Riðlakeppnin

[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í átta riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit.

Króatar komust yfir í opnunarleiknum gegn heimamönnum en brasilíska liðinu tókst að snúa leiknum sér í vil með 3:1 sigri. Í næstu umferð tók við tilþrifalítið markalaust jafntefli gegn Mexíkó sem náði öðru sætinu á eftir Brasilíu. Kamerún lauk keppni án stiga.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Brasilía 3 2 1 0 7 2 +5 7
2 Mexíkó 3 2 1 0 4 1 +3 7
3 Króatía 3 1 0 2 6 6 0 3
4 Kamerún 3 0 0 3 1 9 -8 0
12. júní 2014
Brasilía 3-1 Króatía Arena de São Paulo, São Paulo
Áhorfendur: 62.103
Dómari: Yuichi Nishimura
Neymar 29, 71, Oscar 90+1 Marcelo 12 (sjálfsm.)
13. júní 2014
Mexíkó 1-0 Kamerún Arena das Dunas, Natal
Áhorfendur: 39.216
Dómari: Wilmar Roldán
Peralta 61
17. júní 2014
Brasilía 0-0 Mexíkó Estádio Castelão, Fortaleza
Áhorfendur: 60.342
Dómari: Cüneyt Çakır
18. júní 2014
Kamerún 0-4 Króatía Arena da Amazônia, Manaus
Áhorfendur: 39.982
Dómari: Pedro Proença
Olić 11, Perišić 48, Mandžukić 61, 73
23. júní 2014
Kamerún 1-4 Brasilía Estádio Nacional Mané Garrincha, Brasília
Áhorfendur: 69.112
Dómari: Jonas Eriksson
Matip 26 Neymar 17, 35, Fred 49, Fernandinho 84
23. júní 2014
Króatía 1-3 Mexíkó Itaipava Arena Pernambuco, Recife
Áhorfendur: 41.212
Dómari: Ravshan Irmatov
Perišić 87 Márquez 72, Guardado 75, Hernández 82

Enn eitt heimsmeistaramótið í röð mistókst meisturunum frá fyrri keppni að komast upp úr riðlakeppninni þegar Spánverjar sátu eftir með þrjú stig, fyrir sigur á Áströlum sem töpuðu öllum sínum leikjum. Hollendingar voru funheitir og luku keppni með fullt hús stiga og Síle náði öðru sæti eftir 2:0 sigur á heimsmeisturunum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Holland 3 3 0 0 10 3 +7 9
2 Síle 3 2 0 1 5 3 +2 6
3 Spánn 3 1 0 2 4 7 -3 3
4 Ástralía 3 0 0 3 3 9 -6 0
13. júní 2014
Spánn 1-5 Holland Itaipava Arena Fonte Nova, Salvador
Áhorfendur: 48.173
Dómari: Nicola Rizzoli
Alonso 27 Van Persie 44, 72, Robben 53, 80, De Vrij 80
13. júní 2014
Síle 3-1 Ástralía Arena Pantanal, Cuiabá
Áhorfendur: 40.275
Dómari: Noumandiez Doué
Sánchez 12, Valdivia 14, Beausejour 90+2 Cahill 35
18. júní 2014
Ástralía 2-3 Holland Arena Pantanal, Cuiabá
Áhorfendur: 40.275
Dómari: Noumandiez Doué
Cahill 21, Jedinak 54 Robben 58, Van Persie 58, Depay 68
18. júní 2014
Spánn 0-2 Síle Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro
Áhorfendur: 74.101
Dómari: Mark Geiger
Vargas 20, Aránguiz 43
23. júní 2014
Ástralía 0-3 Spánn Arena da Baixada, Curitiba
Áhorfendur: 39.375
Dómari: Nawaf Shukralla
Villa 36, Torres 69, Mata 82
23. júní 2014
Holland 2-0 Síle Arena de São Paulo, São Paulo
Áhorfendur: 62.996
Dómari: Bakary Gassama
Fer 77, Depay 90+2

Það blés ekki byrlega fyrir Grikkjum sem töpuðu 3:0 fyrir Kólumbíu í fyrsta leik. Kólumbíska liðið endaði hins vegar á að vinna alla leiki sína. Japan sat rækilega á botninum með aðeins eitt stig eftir jafntefli við Grikki. Fílabeinsströndinni dugði því jafntefli í lokaleiknum gegn gríska liðinu og sú virtist ætla að verða raunin allt fram í þriðju múnútu uppbótartíma þegar Samaras skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu og Afríkumennirnir sátu eftir með sárt ennið.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Kólumbía 3 3 0 0 9 2 +7 9
2 Grikkland 3 1 1 1 2 4 -2 4
3 Fílabeinsströndin 3 1 0 2 4 5 -q 3
4 Japan 3 0 1 2 2 6 -4 1
14. júní 2014
Kólumbía 3-0 Grikkland Estádio Mineirão, Belo Horizonte
Áhorfendur: 57.174
Dómari: Mark Geiger
Armero 5, Gutiérrez 58, Rodríguez 90+3
14. júní 2014
Fílabeinsströndin 2-1 Japan Itaipava Arena Pernambuco, Recife
Áhorfendur: 40.267
Dómari: Enrique Osses
Bony 64, Gervinho 66 Honda 16
19. júní 2014
Kólumbía 2-1 Fílabeinsströndin Estádio Nacional Mané Garrincha, Brasília
Áhorfendur: 68.748
Dómari: Howard Webb
Rodríguez 64, Quintero 70 Gervinho 73
19. júní 2014
Japan 0-0 Grikkland Arena das Dunas, Natal
Áhorfendur: 39.485
Dómari: Joel Aguilar
24. júní 2014
Japan 1-4 Kólumbía Arena Pantanal, Cuiabá
Áhorfendur: 40.340
Dómari: Pedro Proença
Okazaki 45+1 Cuadrado 17, Martínez 55, 82, Rodríguez 90
24. júní 2014
Grikkland 2-1 Fílabeinsströndin Estádio Castelão, Fortaleza
Áhorfendur: 59.095
Dómari: Carlos Vera
Samaris 42, Samaras 90+3 Bony 74

Úrslitin í D-riðli komu flestum á óvart. Kosta Ríka sem talið var lakasta liðið nældi sér í toppsætið með því að skella Úrúgvæ og Ítölum. Í lokaleiknum gerði liðið jafntefli við England og reyndist það eina stig Englendinga í keppninni. Úrúgvæ og Ítalía mættust í hreinum úrslitaleik um annað sætið þar sem Suður-Ameríkumennirnir urðu að sækja sigur. Það tókst en úrslitin reyndust dýrkeypt því þeirra helsti leikmaður, Luis Suárez, varð uppvís að því að bíta mótherja í leiknum og hlaut langt keppnisbann.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Kosta Ríka 3 2 1 0 4 1 +3 7
2 Úrúgvæ 3 2 0 1 4 4 0 6
3 Ítalía 3 1 0 2 2 3 -1 3
4 England 3 0 1 2 2 4 -2 1
14. júní 2014
Úrúgvæ 1-3 Kosta Ríka Estádio Castelão, Fortaleza
Áhorfendur: 58.679
Dómari: Felix Brych
Cavani 24 Campbell 54, Duarte 57, Ureña 84
14. júní 2014
England 1-2 Ítalía Arena da Amazônia, Manaus
Áhorfendur: 39.800
Dómari: Björn Kuipers
Sturridge 37 Marchisio 35, Balotelli 50
20. júní 2014
Úrúgvæ 2-1 England Arena de São Paulo, São Paulo
Áhorfendur: 62.575
Dómari: Carlos Velasco Carballo
Suárez 39, 85 Rooney 75
20. júní 2014
Ítalía 0-1 Kosta Ríka Itaipava Arena Pernambuco, Recife
Áhorfendur: 40.285
Dómari: Enrique Osses
Ruiz 44
24. júní 2014
Ítalía 0-1 Úrúgvæ Estádio Mineirão, Natal
Áhorfendur: 39.706
Dómari: Marco Rodríguez
Godín 81
24. júní 2014
Kosta Ríka 0-0 England Estádio Mineirão, Belo Horizonte
Áhorfendur: 57.823
Dómari: Djamel Haimoudi

Hondúras tapaði öllum þremur leikjum sínum í E-riðli á meðan Frakkar unnu tvo fyrstu leikina og dugði því markalaust jafntefli í lokaleiknum gegn Ekvador til að gulltryggja toppsætið. Ekvador hefði hins vegar þurft á sigri að halda og Svisslendingar tóku seinna sætið í 16-liða úrslitunum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Frakkland 3 2 1 0 8 2 +6 7
2 Sviss 3 2 0 1 7 6 +1 6
3 Ekvador 3 1 1 1 3 3 0 4
4 Hondúras 3 0 0 3 1 8 -7 0
15. júní 2014
Sviss 2-1 Ekvador Estádio Nacional Mané Garrincha, Brasília
Áhorfendur: 68.351
Dómari: Ravshan Irmatov
Mehmedi 48, Seferovic 90+3 E. Valencia 22
15. júní 2014
Frakkland 3-0 Hondúras Estádio Beira-Rio, Porto Alegre
Áhorfendur: 43.012
Dómari: Sandro Ricci
Benzema 45, 72, Valladares 48 (sjálfsm.)
20. júní 2014
Sviss 2-5 Frakkland Itaipava Arena Fonte Nova, Salvador
Áhorfendur: 51.003
Dómari: Björn Kuipers
Džemaili 81, Xhaka 87 Giroud 17, Matuidi 18, Valbuena 40, Benzema 67, Sissoko 73
20. júní 2014
Hondúras 1-2 Ekvador Arena da Baixada, Curitiba
Áhorfendur: 39.224
Dómari: Ben Williams
Costly 31 E. Valencia 34, 65
25. júní 2014
Hondúras 0-3 Sviss Arena da Amazônia, Manaus
Áhorfendur: 40.322
Dómari: Néstor Pitana
Shaqiri 6, 31, 71
25. júní 2014
Ekvador 0-0 Frakkland Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro
Áhorfendur: 73.749
Dómari: Noumandiez Doué

Bosníumenn skoruðu fljótasta sjálfsmark í sögu HM, eftir tvær mínútur og níu sekúndur í tapleik gegn Argentínu. Argentínska liðið vann alla sína leiki en sigurmarkið gegn Írönum kom þó ekki fyrr en í uppbótartíma. Hinn eiginlegi úrslitaleikur um annað sætið var á milli Nígeríu og Bosníu í annarri umferðinni þar sem Afríkumennirnir unnu góðan sigur.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Argentína 3 3 0 0 6 3 +3 9
2 Nígería 3 1 1 1 3 3 0 4
3 Bosnía 3 1 0 2 4 4 0 3
4 Íran 3 0 1 2 1 4 -3 1
13. júní 2014
Argentína 2-1 Bosnía Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro
Áhorfendur: 74.738
Dómari: Joel Aguilar
Kolašinac 3 (sjálfsm.), Messi 65 Ibišević 85
16. júní 2014
Íran 0-0 Nígería Arena da Baixada, Curitiba
Áhorfendur: 39.081
Dómari: Carlos Vera
21. júní 2014
Argentína 1-0 Íran Estádio Mineirão, Belo Horizonte
Áhorfendur: 57.698
Dómari: Milorad Mažić
Messi 90+1
21. júní 2014
Nígería 1-0 Bosnía Arena Pantanal, Cuiabá
Áhorfendur: 40.499
Dómari: Peter O'Leary
Odemwingie 29
25. júní 2014
Nígería 2-3 Argentína Estádio Beira-Rio, Porto Alegre
Áhorfendur: 43.285
Dómari: Nicola Rizzoli
Musa 4, 47 Messi 3, 45+1, Rojo 50
25. júní 2014
Íran 1-3 Bosnía Itaipava Arena Fonte Nova, Salvador
Áhorfendur: 48.011
Dómari: Carlos Velasco Carballo
Ghoochannejhad 82 Džeko 23, Pjanić 59, Vršajević 83

Búist var við hörkuviðureign milli Þýskalands og Portúgal í fyrsta leik en annað kom á daginn. Þjóðverjar unnu auðveldlega 4:0 þar sem Thomas Müller skoraði þrennu. Þessi skellur gerði það að verkum að jafntefli við Bandaríkin í næstu umferð setti Portúgali nær örugglega úr leik. Aron Jóhannsson kom inná fyrir bandaríska liðið í sigurleik á móti Gana í fyrstu umferð. Bandaríkjamenn fylgdu Þjóðverjum áfram en frammistaða Gana og Portúgal olli miklum vonbrigðum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Þýskaland 3 2 1 0 7 2 +5 7
2 Bandaríkin 3 1 1 1 4 4 0 4
3 Portúgal 3 1 1 1 4 7 -3 4
4 Gana 3 0 1 2 4 6 -2 1
16. júní 2014
Þýskaland 4-0 Portúgal Itaipava Arena Fonte Nova, Salvador
Áhorfendur: 51.081
Dómari: Milorad Mažić
Müller 12, 45+1, 78, Hummels 32
16. júní 2014
Bandaríkin 2-1 Gana Arena das Dunas, Natal
Áhorfendur: 39.760
Dómari: Jonas Eriksson
Dempsey 1, Brooks 86 A. Ayew 82
21. júní 2014
Þýskaland 2-2 Gana Estádio Castelão, Fortaleza
Áhorfendur: 59.621
Dómari: Sandro Ricci
Götze 51, Klose 71 A. Ayew 54, Gyan 63
22. júní 2014
Bandaríkin 2-2 Portúgal Arena da Amazônia, Manaus
Áhorfendur: 40.123
Dómari: Néstor Pitana
Jones 64, Dempsey 81 Nani 5, Varela 90+5
26. júní 2014
Bandaríkin 0-1 Þýskaland Itaipava Arena Pernambuco, Recife
Áhorfendur: 41.876
Dómari: Ravshan Irmatov
Müller 55
26. júní 2014
Portúgal 2-1 Gana Estádio Nacional Mané Garrincha, Brasília
Áhorfendur: 67.540
Dómari: Nawaf Shukralla
Boye 31 (sjálfsm.), Ronaldo 80 Gyan 57

Belgar þurftu ekki nema fjögur mörk til að landa þremur sigrum og fullu húsi stiga í H-riðlinum. Suður-Kórea náði aðeins einu stigi, í jafntefli á móti Rússum. Það reyndist þeim síðarnefndu dýrkeypti og Alsír hirti seinna sætið í útsláttarkeppninni.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Belgía 3 3 0 0 4 1 +3 9
2 Alsír 3 1 1 1 6 5 +1 4
3 Rússland 3 0 2 1 2 3 -1 2
4 Suður-Kórea 3 0 1 2 3 6 -3 1
17. júní 2014
Belgía 2-1 Alsír Estádio Mineirão, Belo Horizonte
Áhorfendur: 56.800
Dómari: Marco Rodríguez
Fellaini 70, Mertens 80 Feghouli 25
17. júní 2014
Rússland 1-1 Suður-Kórea Arena Pantanal, Cuiabá
Áhorfendur: 37.603
Dómari: Néstor Pitana
Kerzhakov 74 Lee Keun-ho 68
22. júní 2014
Belgía 1-0 Rússland Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro
Áhorfendur: 73.819
Dómari: Felix Brych
Origi 88
22. júní 2014
Suður-Kórea 2-4 Alsír Estádio Beira-Rio, Porto Alegre
Áhorfendur: 42.732
Dómari: Wilmar Roldán
Son Heung-min 50, Koo Ja-cheol 72 Slimani 26, Halliche 28, Djabou 38, Brahimi 62
26. júní 2014
Suður-Kórea 0-1 Belgía Arena de São Paulo, São Paulo
Áhorfendur: 61.397
Dómari: Ben Williams
Vertonghen 78
26. júní 2014
Alsír 1-1 Rússland Arena da Baixada, Curitiba
Áhorfendur: 39.311
Dómari: Cüneyt Çakır
Slimani 60 Kokorin 6

Útsláttarkeppni

[breyta | breyta frumkóða]

16. liða úrslit

[breyta | breyta frumkóða]

Brasilía þurfti vítakeppni til að komast í fjórðungsúrslitin eftir leik við Síle sem var í járnum allan tímann. Lið Úrúgvæ var slegið út af laginu eftir langt keppnisbann Luis Suárez eftir lokaleik riðlakeppninnar. Kólumbíska liðið var mun sterkara í leik liðanna og James Rodríguez skoraði glæsimark sem valið var mark mótsins. Mexíkó virtist loksins ætla að komast í fjórðungsúrslit þar sem liðið leiddi gegn Hollendingum þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en tvö hollensk mörk í lokin sneru dæminu við. Grikkir náðu að jafna í uppbótartíma gegn spútnikliði Kosta Ríka en máttu sætta sig við tap í vítaspyrnukeppni. Frakkar brutu ísinn gegn Nígeríu eftir slæm mistök markvarðar andstæðinganna og gulltryggðu sigur sinn í blálokin. Þjóðverjar og Alsíringar höfðu mæst í minnisstæðri viðureign á HM 1982, þá vann Alsír en Þjóðverjar komu fram hefndum eftir framlengingu að þessu sinni. Argentína mátti hafa mikið fyrir því að leggja Svisslendinga að velli. Þeir síðarnefndu vörðust stíft og voru nærri búnir að knýja fram vítaspyrnukeppni í blálokin en skot þeirra small í stönginni. Tim Howard, markvörður Bandaríkjanna, setti nýtt met í sögu úrslitakeppni HM þegar hann varð fimmtán skot gegn Belgum, en það dugði liði hans þó ekki til að komast áfram.

28. júní 2014
Brasilía 1-1 (4-3 e.vítake.) Síle Estádio Mineirão, Belo Horizonte
Áhorfendur: 57.714
Dómari: Howard Webb, Englandi
David Luiz 18 Sánchez 32
28. júní 2014
Kólumbía 2-0 Úrúgvæ Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro
Áhorfendur: 73.804
Dómari: Björn Kuipers, Hollandi
Rodríguez 28, 50
29. júní 2014
Holland 2-1 Mexíkó Estádio Castelão, Fortaleza
Áhorfendur: 58.817
Dómari: Pedro Proença, Portúgal
Sneijder 88, Huntelaar 90+4 (vítasp.) Dos Santos 48
29. júní 2014
Kosta Ríka 1-1 (6-4 e.vítake.) Grikkland Itaipava Arena Pernambuco, Recife
Áhorfendur: 41.242
Dómari: Ben Williams, Ástralíu
Ruiz 52 Papastathopoulos 90+1
30. júní 2014
Nígería 2-0 Frakkland Estádio Nacional Mané Garrincha, Brasilíu
Áhorfendur: 67.882
Dómari: Mark Geiger, Bandaríkjunum
Pogba 79, Yobo 90+2 (sjálfsm.)
30. júní 2014
Þýskaland 2-1 (e.framl.) Alsír Estádio Beira-Rio, Porto Alegre
Áhorfendur: 43.063
Dómari: Sandro Ricci, Brasilíu
Schürrle 92, Özil 120 Djabou 120+1
1. júlí 2014
Argentína 1-0 (e.framl.) Sviss Arena Corinthians, São Paulo
Áhorfendur: 63.255
Dómari: Jonas Eriksson, Svíþjóð
Di María 110
1. júlí 2014
Belgía 2-1 (e.framl.) Bandaríkin Itaipava Arena Fonte Nova, Salvador
Áhorfendur: 51.227
Dómari: Djamel Haimoudi, Alsír
De Bruyne 93, Lukaku 105 Green 107

Fjórðungsúrslit

[breyta | breyta frumkóða]

Argentínumenn, Brasilíumenn og Þjóðverjar unnu sínar viðureignir í fjórðungsúrslitum, í öllum tilvikum eftir að hafa komist yfir snemma leiks. Það varpaði þó skugga á sigur heimamanna að Neymar meiddist illa og gat ekki keppt meira á mótinu. Hollendingar þurftu vítaspyrnukeppni til að vinna sigur á spútnikliði Kosta Ríka.

4. júlí 2014
Frakkland 0-1 Þýskaland Estádio do Maracanã, Rio de Janeiro
Áhorfendur: 74.240
Dómari: Néstor Pitana, Argentínu
Hummels 13
4. júlí 2014
Brasilía 2-1 Kólumbía Estádio Castelão, Fortaleza
Áhorfendur: 60.342
Dómari: Carlos Velasco Carballo, Spáni
Thiago Silva 7, David Luiz 69 Rodríguez 80 (vítasp.)
5. júlí 2014
Argentína 1-0 Belgía Estádio Nacional Mané Garrincha, Brasilía
Áhorfendur: 68.551
Dómari: Nicola Rizzoli, Ítalíu
Higuaín 8
5. júlí 2014
Holland 0-0 (4-3 e.vítake.) Kosta Ríka Itaipava Arena Fonte Nova, Salvador
Áhorfendur: 51.179
Dómari: Ravshan Irmatov, Úsbekistan

Undanúrslit

[breyta | breyta frumkóða]

Fjarvera Neymars vegna meiðsla sló brasilíska landsliðið gjörsamlega út af laginu og hrunið varð algjört á móti sterku þýsku liði. Lokastaðan, 1:7, reyndist stærsta tap Brasilíu frá árinu 1920. Í hinum undanúrslitaleiknum unnu Argentínumenn sigur á Hollendingum í vítaspyrnukeppni.

8. júlí 2014
Þýskaland 7-1 Brasilía Estádio Mineirão, Belo Horizonte
Áhorfendur: 58.141
Dómari: Marco Antonio Rodríguez, Mexíkó
Müller 11, Klose 23, Kroos 24, 26, Khedira 29,Schürrle 69, 79 Oscar 90
9. júlí 2014
Argentína 0-0 (4-2 e.vítake.) Holland Arena Corinthians, São Paulo
Áhorfendur: 63.267
Dómari: Cüneyt Çakır, Tyrklandi

Bronsleikur

[breyta | breyta frumkóða]

Hrakfarir Brasilíumanna eftir undanúrslitin héldu áfram í leiknum um þriðja sætið. Vængbrotið lið heimamanna tapaði 3:0 og fékk því í allt fjórtán mörk á sig í keppninni, meira en nokkurt annað gestalið í sögunni. Vítaspyrnumark Robin van Persie á upphafsmínútunum kom honum í fjögur mörk.

12. júlí 2014
Holland 3-0 Brasilía Estádio Nacional Mané Garrincha, Brasilía
Áhorfendur: 68.034
Dómari: Djamel Haimoudi, Alsír
Van Persie 3, Blind 17, Wijnaldum 90+1

Úrslitaleikur

[breyta | breyta frumkóða]

Þýskaland og Argentína mættust í þriðja sinn í úrslitum, sem var met. Áður höfðu þjóðirnar mæst á HM 1986 og HM 1990. Eftir markalaust jafntefli í venjulegum leiktíma þurfti að grípa til framlengingar þar sem Mario Götze skoraði eina markið e. 113 mínútur. Þjóðverjar urðu þar með fyrsta Evrópuþjóðin til að verða heimsmeistari í keppni sem fram fór á vesturhveli.

13. júlí 2014
Þýskaland 1-0 (e.framl.) Argentína Estádio do MaracanãRio de Janeiro
Áhorfendur: 74.738
Dómari: Nicola Rizzoli, Ítalíu
Götze 113

Markahæstu leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]

James Rodríguez hreppti gullskó FIFA, fyrstur Kólumbíumanna, með sex mörk skoruð. Alls voru 171 mark skorað af 121 leikmanni, þar af voru fimm sjálfsmörk.

6 mörk
5 mörk
4 mörk

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Heimsmeistarmót landsliða í knattspyrnu karla 2018

  1. „Estadio do Maracana - Rio De Janeiro“. fifa.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 21 október 2013. Sótt 2. júní 2013.
  2. „Arena Fonte Nova - Salvador Stadium“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. október 2013. Sótt 19. júní 2013.
  3. „Estadio Castelao - Fortaleza“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. október 2013. Sótt 19. júní 2013.
  4. „Site oficial do Sport Club Internacional - Projeto Gigante Para Sempre“. Internacional.com.br. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 apríl 2014. Sótt 25. maí 2013.
  5. „Estádio Nacional Mané Garrincha“. FIFA.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. október 2013. Sótt 14 de junho de 2013.
  6. Fifa admite adotar nome Mané Garrincha em estádio de Brasília na Copa








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Heimsmeistaram%C3%B3t_landsli%C3%B0a_%C3%AD_knattspyrnu_karla_2014

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy