Content-Length: 135414 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Ren%C3%ADn

Renín - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Renín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
  Teknetín  
Volfram Renín Osmín
  Bohrín  
Efnatákn Re
Sætistala 75
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 21020,0 kg/
Harka 7,0
Atómmassi 186,207(1) g/mól
Bræðslumark 3459,0 K
Suðumark 5869,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Renín er frumefni með efnatáknið Re og sætistöluna 75 í lotukerfinu. Þetta er silfurhvítur, sjaldgæfur, þungur og fjölgildur hliðarmálmur sem efnafræðilega líkist mangani og er notaður í sumar málmblöndur. Renín fæst sem aukaafurð við hreinsun mólýbdens. Það var síðasta náttúrulega frumefnið sem uppgötvað var og er í hópi tíu dýrustu málma á Jörðinni.

Almennir eiginleikar

[breyta | breyta frumkóða]

Renín er silfurhvítur málmur með mikinn gljáa og hefur eitt hæsta bræðslumark allra frumefna, á eftir volfram og kolefni. Það er einnig með mesta eðlismassann, á eftir platínu, iridíni og osmíni. Oxunarstig reníns má telja, -1, +1, +2, +3, +4, +5, +6 og +7. Oxunarstig +7, +6, +4, +2 og -1 eru þó algengust.

Það er yfirleitt keypt í formi dufts, en hægt er að þétta það í fast form með því að valsa og sindra það í lofttæmi eða í vetnisandrúmslofti. Þegar renín hefur verið hert er það sveigjanlegt og er þá hægt að beygja það, vefja það í vafninga, eða valsa það. Renín-mólýbden málmblöndur eru ofurleiðandi við 10 K.

Þetta frumefni er notað í platínu-renín hvata sem aðallega eru notaðir við framleiðslu á blýlausu, háoktana bensíni og í háhitaþolnar ofurmálmblöndur sem notaðar eru í þotuhreyfla.

Önnur not:

  • Mikið notað í glóðarþræði í atómmassamælaum og í jónunarmælum.
  • Bætiefni í volfram- og mólybdenmálmblöndur til að ljá þeim nytsamlega eiginleika.
  • Renínhvatar eru mjög þolnir gagnvart efnaeitrun og eru þess vegna notaðir í sumar tegundir af vetnistengingarferlum.
  • Efni í snertur sökum góðs slitþols og þess eiginleika að standast ljósbogatæringu.
  • Tvinn sem innihalda blöndu af reníni og volfram eru notuð til að mæla hitastig upp að 2200 °C.
  • Renínvírar eru notaðir í leifturljós í ljósmyndun.

Renín (Latína Rhenus sem að þýðir „Rín“) var síðasta náttúrulega frumefnið sem uppgötvað var. Henry Moseley spáði fyrir um tilvist áður óuppgötvaðs frumefnis í þessari stöðu í lotukerfinu árið 1914. Yfirleitt er talið Walter Noddack, Ida Tacke og Otto Berg hafi uppgötvað það í Þýskalandi. Árið 1925 tilkynntu þau að þau hefðu fundið frumefnið í platínugrýti og í kólumbíti. Þau fundu einnig renín í gadoliníti og mólýbdenglans. Árið 1928 náðu þau að vinna eitt gramm af frumefninu með því að vinna 660 kg af mólýbdenglans.

Þetta ferli var svo flókið og dýrt í rekstri að framleiðslu var hætt þangað til snemma árið 1950 að volfram-renín og mólýbden-renín málmblöndur voru búnar til. Mikilvæg not fundust fyrir þessar málmblöndur í iðnaði þannig að eftirspurn eftir reníni unnu úr mólýbdenglanshluta dílótts koparbergs jókst gífurlega.

Úti í náttúrunni finnst renín hvorki í frjálsu formi né sem efnasamband í aðgreindum steintegundum. Það er á víð og dreif í jarðskorpunni í hlutfallinu 0,001 miljónarhluta. Renín er unnið úr mólýbden reykrörsdufti úr koparsúlfíðgrýti. Sumt mólýbdengrýti hefur að geyma á milli 0,002% til 0,2% renín. Málmform reníns er framleitt með því að rýra ammoníumperrenat með vetni við hátt hitastig.

Náttúrulegt renín er blanda af einni stöðugri samsætu og einni geislavirkri samsætu með mjög langan helmingunartíma. Þekktar eru 26 aðrar óstöðugar samsætur.

Varúðarráðstafanir

[breyta | breyta frumkóða]

Lítið er vitað um eituráhrif reníns og skyldi því meðhöndla það varlega.

Útværir hlekkir

[breyta | breyta frumkóða]








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Ren%C3%ADn

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy