2. júlí
Útlit
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2025 Allir dagar |
2. júlí er 183. dagur ársins (184. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 182 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 311 - Milítades varð páfi.
- 1178 - Þorlákur helgi Þórhallsson var vígður Skálholtsbiskup í Niðarósdómkirkju.
- 1298 - Orrustan við Gölheim: Albert af Habsborg vann sigur á Adolf 1. en hann hafði verið settur af sem konungur Þýskalands nokkrum dögum áður og Albert kjörinn konungur í staðinn.
- 1505 - Marteinn Lúther hét því að gerast munkur eftir að hafa orðið dauðskelfdur í þrumuveðri. Hann gekk svo í klaustur í Erfurt tveimur vikum seinna.
- 1644 - Stærsta orrusta ensku borgarastyrjaldarinnar, orrustan við Marston Moor, átti sér stað.
- 1698 - Enski verkfræðingurinn Thomas Savery fékk einkaleyfi fyrir nýrri gufuknúinni vatnsdælu.
- 1849 - Jón Sigurðsson og fleiri alþingismenn gerðu þá kröfu að Alþingi yrði háð í heyranda hljóði.
- 1874 - Á Oddeyri í Eyjafirði og víðar á Norðurlandi var haldin þjóðhátíð í minningu þúsund ára byggðar í landinu. Slík hátíð var haldin mánuði síðar annars staðar.
- 1876 - Alls 752 Norðlendingar fluttust búferlum til Ameríku; þeir lögðu af stað með skoska gufuskipinu Verona frá Akureyri til Glasgow þennan dag og sigldu síðan þaðan til Ameríku. Þetta var stærsti hópurinn sem fór í einni ferð til vesturheims. Tíu dögum síðar fór 400 manna hópur með sama skipi frá Seyðisfirði.
- 1907 - Tveir Þjóðverjar fórust í Öskjuvatni þar sem þeir voru við rannsóknir. Minningartafla um þetta slys var sett upp 1951.
- 1937 - Snekkja Adolfs Hitlers, Aviso Grille, kom til Íslands. [1]
- 1948 - Þriðji landsleikur Íslendinga í knattspyrnu var gegn Finnum og unnu Íslendingar með 2:0. Þetta var fyrsti sigur íslenska landliðsins í knattspyrnu.
- 1959 - Albert 2. Belgíukonungur gekk að eiga Paolu Ruffo.
- 1974 - Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.
- 1981 - Meðlimir Wonderland-gengisins í Los Angeles voru myrtir.
- 1982 - Larry Waters flaug í 4.900 metra hæð yfir Long Beach í Kaliforníu í garðstól með helíumblöðrur festar við hann.
- 1982 - Sprengja sprakk í geymsluhólfi á Aðaljárnbrautarstöðinni í Osló með þeim afleiðingum að 19 ára stúlka lést. Átta dögum síðar fannst önnur ósprungin sprengja í öðru hólfi. Átján ára piltur reyndist standa á bak við tilræðin.
- 1986 - Bandaríska teiknimyndin Leynilöggumúsin Basil var frumsýnd.
- 1990 - 1.426 pílagrímar létust í troðningi í Mekka.
- 1990 - Slóvenía lýsti yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu.
- 1990 - Golfklúbbur Kópavogs var stofnaður.
- 1991 - Tíu daga stríðið: Bardagar brutust út milli Júgóslavneska alþýðuhersins og aðskilnaðarsinna í Slóveníu.
- 1993 - 37 létust þegar múgur heittrúaðra múslima lögðu eld að hóteli þar sem þýðandi Söngva Satans, Aziz Nesin, dvaldi í Sivas í Tyrklandi.
- 1993 - 266 fórust þegar fljótandi kapella í Bulacan á Filippseyjum sökk.
- 1994 - Kólumbíski knattspyrnumaðurinn Andrés Escobar var skotinn til bana í Medellín. Talið er að morðið hafi verið hefnd fyrir sjálfsmark sem hann skoraði á landsleik gegn liði Bandaríkjanna í heimsmeistarakeppni landsliða.
- 1996 - Bræðurnir Lyle og Erik Menendez voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í Los Angeles fyrir að myrða foreldra sína.
- 1998 - Skáldsagan Harry Potter og leyniklefinn eftir J. K. Rowling kom út.
- 1999 - Bandaríski nýnasistinn Benjamin Nathaniel Smith hóf 3 daga morðherferð í Illinois og Indiana.
- 2000 - Alþingi samþykkti stofnun Kristnihátíðarsjóðs á hátíðarfundi á Þingvöllum.
- 2000 - Frakkar sigruðu Ítali 2-1 í lokaleik Evrópukeppninnar í knattspyrnu.
- 2000 - Vicente Fox varð forseti Mexíkó.
- 2000 - Fyrsta lestin frá Kaupmannahöfn í Danmörku til Ystad í Svíþjóð lagði af stað.
- 2001 - Fyrsta sjálfvirka gervihjartað var grætt í Robert Tools í Bandaríkjunum.
- 2005 - Tónleikaröðin Live 8 gegn fátækt fór fram á tíu stöðum víðsvegar um heiminn.
- 2007 - Átta létust í sprengjutilræði Al-Kaída í norðurhluta Jemen.
- 2008 - Íngrid Betancourt og 14 öðrum gíslum var sleppt úr haldi FARC í Kólumbíu eftir sex ár í haldi.
- 2009 - Tenzin Gyatso, 14. dalai lama, hélt fyrirlestur í Laugardalshöll.
- 2011 - Albert 2. af Mónakó gekk að eiga Charlene Wittstock.
- 2013 - Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð var birt þar sem rekstur Íbúðalánasjóðs á undangengnum árum var harðlega gagnrýndur.
- 2014 - Morðið á Mohammed Abu Khdeir: Ísraelskir landnemar rændu og myrtu palestínskan táning í hefndarskyni fyrir þrjá ísraelska táninga sem Hamas myrti 12. júní.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 419 - Valentinianus 3. Rómarkeisari (d. 455).
- 1262 - Arthúr 2., hertogi af Bretagne (d. 1312).
- 1363 - María, drottning Sikileyjar (d. 1401).
- 1481 - Kristján 2. Danakonungur (d. 1559).
- 1489 - Thomas Cranmer, upphafsmaður ensku biskupakirkjunnar (d. 1556).
- 1714 - Christoph Willibald Gluck, þýskt tónskáld (d. 1787).
- 1724 - Friedrich Gottlieb Klopstock, þýskt ljóðskáld (d. 1803)
- 1735 - Halldór Jakobsson, sagnaritari og sýslumaður í Strandasýslu (d. 1810).
- 1817 - Carl Richard Unger, norskur málfræðingur (d. 1897).
- 1844 - Símon Dalaskáld, skáld og förumaður (d. 1916).
- 1877 - Hermann Hesse, þýskur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1962).
- 1903 - Ólafur 5., Noregskonungur (d. 1991).
- 1908 - Thurgood Marshall, bandarískur hæstaréttardómari (d. 1993).
- 1923 - Wislawa Szymborska, pólskt skáld og þýðandi (d. 2012).
- 1925 - Patrice Lumumba, kongóskur stjórnmálamaður (d. 1961).
- 1929 - Imelda Marcos, filippeysk forsetafrú.
- 1930 - Carlos Menem, forseti Argentínu.
- 1931 - Sigurður Líndal, íslenskur lögfræðingur.
- 1947 - Larry David, bandarískur leikari.
- 1948 - Magnús Jónsson, íslenskur veðurfræðingur.
- 1953 - Mark Hart, tónlistarmaður (Supertramp).
- 1954 - Wendy Schaal, bandarisk leikkona.
- 1959 - Francisco Ernandi Lima da Silva, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1960 - Karl Garðarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1961 - Carl Lewis, bandarískur íþróttamaður.
- 1967 - Claudio Biaggio, argentínskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, íslensk leikkona.
- 1970 - Arnar Sævarsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1978 - Jüri Ratas, eistneskur stjórnmálamaður.
- 1980 - Alexander Petersson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1985 - Ashley Tisdale, bandarísk söng-leikkona.
- 1986 - Lindsay Lohan, bandarísk leikkona.
- 1990 - Margot Robbie, áströlsk leikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1638 - Gísli Oddsson, Skálholtsbiskup (f. 1593).
- 1778 - Jean-Jacques Rousseau, franskur heimspekingur (f. 1712).
- 1850 - Robert Peel, breskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1788).
- 1904 - Anton Tsjekhov, rússneskt leikskáld (f. 1860).
- 1926 - Kristján Jónsson, dómsstjóri og ráðherra (f. 1852).
- 1961 - Ernest Miller Hemingway, bandarískur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1899).
- 1977 - Vladimir Nabokov, rússneskur rithöfundur (f. 1899).
- 1989 - Wilfrid Sellars, bandarískur heimspekingur (f. 1912).
- 1989 - Andrej Gromyko, sovéskur stjórnmálamaður (f. 1909).
- 1994 - Andrés Escobar, kólumbískur knattspyrnumaður (f. 1967).
- 1997 - James Stewart, bandarískur leikari (f. 1908).
- 2011 - Itamar Franco, forseti Brasilíu (f. 1930).