Fara í innihald

Sumarólympíuleikarnir 2016

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
31. sumarólympíuleikarnir
Bær: Rio de Janeiro, Brasilíu
Þátttökulönd: 207
Þátttakendur: 11.180
(6.146 karlar, 5.034 konur)
Keppnir: 339 í 33 greinum
Hófust: 5. ágúst 2016
Lauk: 21. ágúst 2016
Settir af: Michel Temer varaforseta
Íslenskur fánaberi: Þormóður Árni Jónsson
Maracanã-völlur

Sumarólympíuleikarnir 2016 voru alþjóðleg íþróttahátíð sem var haldin dagana 5. til 21. ágúst 2016. Leikarnir voru haldnir í Rio de Janeiro í Brasilíu. Metfjöldi þátttökulanda og verðlauna var á leikunum. Yfir 10.500 íþróttamenn frá 206 landsólympíunefndum tóku þátt, þar á meðal voru keppendur frá Suður-Súdan og Kosóvó sem tóku þátt í fyrsta skipti. Keppt var um 306 verðlaun í 28 ólympíugreinum. Tvær nýjar ólympíugreinar voru með á leikunum: ruðningssjöa og golf, sem alþjóðaólympíunefndin samþykkti árið 2009. Keppt var á 33 leikvöngum í Ríó og fimm knattspyrnuleikvöngum að auki í borgunum São Paulo, Belo Horizonte, Salvador da Bahia, Brasília og Manaus. Þetta voru fyrstu ólympíuleikarnir eftir að Thomas Bach tók við formennsku í alþjóðaólympíunefndinni.

Kosning borgarinnar

[breyta | breyta frumkóða]
Blað með undirskriftum til stuðnings kjörs Ríó.

Fjögur lönd voru valin fýsilegust úr hópi umsækjenda: Brasilía, Spánn, Japan og Bandaríkin. Úrslitin voru gerð kunn í Kaupmannahöfn í Danmörku þann 2. október 2009. Niðurstaðan var sú að leikarnir skyldu haldnir í Brasilíu.

Í töflunni hér að neðan má sjá úrslit kosninganna.

Sumarólympíuleikarnir 2016
Borg Land Umferð eitt Umferð tvö Umferð þrjú
Rio de Janeiro Fáni Brasilíu Brasilía 26 46 66
Madrid Fáni Spánar Spánn 28 29 32
Tókýó Fáni Japan Japan 22 20
Chicago Fáni Bandaríkjana Bandaríkin 18

Þróun og undirbúningur

[breyta | breyta frumkóða]
Kort sem sýnir staðsetningu leikvanga í Ríó de Janeiro.

Flestir viðburðirnir voru í hverfinu Barra da Tijuca og þar var ólympíuþorpið staðsett. Aðrir leikvangar í borginni voru við ströndina Copacabana (t.d. strandblak, siglingar og kappróður), í hverfinu Maracanã (t.d. bogfimi, maraþon og blak) og íþróttaklúbb hersins Deodoro Military Club (t.d. skotfimi, BMX- og fjallahjólreiðar). Ellefu nýir leikvangar voru opnaðir fyrir ólympíuleikana, flestir í Barra da Tijuca, auk sjö leikvanga sem teknir voru niður eftir leikana. Stærsti leikvangurinn sem hýsti opnunar- og lokahátíðir leikanna er Maracanã-völlur sem var reistur fyrir Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1950.

Knattspyrnuleikvangar

[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var á sjö knattspyrnuleikvöngum í sex borgum Brasilíu. Fjórir af þeim voru reistir fyrir Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2014.

Opnunarhátíð leikanna var á Maracanã-leikvanginum að kvöldi 5. ágúst 2016.

Íþróttagreinar

[breyta | breyta frumkóða]

Keppt var í 41 íþróttagrein í 306 mótum.

Nýjar greinar

[breyta | breyta frumkóða]
Ólympíski golfvöllurinn í Barra da Tijuca.

Golf og ruðningssjöa voru tvær nýjar ólympíugreinar. Sjö sérsambönd buðu í þau tvö sæti sem voru í boði; hornabolti og mjúkbolti sem höfðu verið felldir út af dagskránni 2005, auk karate, veggtennis, golf, rúlluskautar og ruðningur. Beiðnirnar voru teknar fyrir á fundi hjá framkvæmdanefnd Alþjóða ólympíunefndarinnar árið 2009. Nýtt kerfi var tekið upp þar sem einfaldur meirihluti nefndarinnar nægði til að samþykkja nýja grein, en áður þurfti 2/3 hluti nefndarmanna að samþykkja.

Alþjóða siglingasambandið ákvað í maí 2012 að flugdrekabretti yrðu á dagskrá ólympíuleikanna í stað seglbretta en þeirri ákvörðun var snúið við á aðalfundi í nóvember sama ár. Alþjóða hjólreiðasambandið tilkynnti að það myndi endurskoða hjólagreinarnar í kjölfarið á lyfjahneykslinu sem upp kom vegna játninga Lance Armstrong og ásakana um að sambandið hefði reynt að breiða yfir lyfjanotkun keppenda.

Þátttökulönd

[breyta | breyta frumkóða]
Þátttökulönd á ólympíuleikunum.

Allar 206 starfandi ólympíunefndirnar höfðu keppendur sem höfðu áunnið sér keppnisrétt. Keppendur verða yfir 11.000 talsins. Fjölmennustu liðin komu frá Bandaríkjunum, Brasilíu, Þýskalandi og Ástralíu. Brasilía fékk sjálfkrafa þátttökurétt í nokkrum greinum sem gestgjafi.

Kosóvó og Suður-Súdan sendu keppendur á leikana í fyrsta sinn. Kúveit var bönnuð þátttaka í annað sinn vegna afskipta ríkisstjórnar landsins af störfum ólympíunefndarinnar. Búlgarskir og rússneskir kraftlyftingamenn fengu ekki að taka þátt vegna lyfjamisferlis. Í nóvember 2015 mælti Alþjóða frjálsíþróttasambandið með því að rússneskum keppendum yrði haldið frá keppni vegna víðtæks lyfjamisferlis sem fjallað var um í skýrslu Alþjóða lyfjaeftirlitsins. Alþjóða ólympíunefndin hafnaði tillögunni í júlí árið eftir.

Sjálfstæðir keppendur

[breyta | breyta frumkóða]

Alþjóða ólympíunefndin heimilaði íþróttamönnum að keppa sjálfstætt undir ólympíufánanum. Það átti við um níu keppendur frá Kúveit þar sem landinu var óheimil þátttaka. Á fyrri leikum voru flóttamenn ekki gjaldgengir þar sem þeir gátu ekki komið fram fyrir hönd sinnar ólympíunefndar. 2. mars 2016 var búið til sérstakt flóttamannalið. Af 43 flóttamönnum sem komu til greina í liðið voru 10 valdir. Þeir voru meðal annars frá Suður-Súdan, Austur-Kongó og Sýrlandi.

Þátttaka Íslendinga á leikunum

[breyta | breyta frumkóða]

Þar sem handboltalandsliðið komst ekki til Ríó var keppendahópur Íslands sá fáliðasti frá því á ÓL 1968 með átta íþróttamönnum í fjórum greinum íþrótta. Aníta Hinriksdóttir, Guðni Valur Guðnason og Ásdís Hjálmsdóttir kepptu öll í frjálsum íþróttum en ekkert þeirra komst í úrslitakeppni. Sömu sögu mátti segja um Þormóð Jónsson keppanda í júdó og Irinu Sazonovu í fimleikum. Tveir af þremur keppendum í sundi, þær Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir komust í úrslitariðil. Eygló Ósk hafnaði á Íslandsmeti í áttunda sæti í 200 metra baksundi en Hrafnhildur í sjötta sæti í 100 metra bringusundi.

Viðburðir

[breyta | breyta frumkóða]
Ágúst 3
Mið
4
Fim
5
Fös
6
Lau
7
Sun
8
Mán
9
Þri
10
Mið
11
Fim
12
Fös
13
Lau
14
Sun
15
Mán
16
Þri
17
Mið
18
Fim
19
Fös
20
Lau
21
Sun
Úrslit
Opnunar-/lokahátíð OH LH
Bogfimi 1 1 1 1 4
Frjálsar íþróttir 3 5 4 5 5 4 6 7 7 1 47
Badminton 1 1 2 1 5
Körfuknattleikur 1 1 2
Hnefaleikar 1 1 1 1 1 1 3 4 13
Kanóróður Svig 1 1 2 16
Sprettur 4 4 4
Hjólreiðar Götuhjólreiðar 1 1 2 18
Brautarkeppni 1 2 2 1 1 3
BMX 2
Fjallahjól 1 1
Dýfingar 1 1 1 1 1 1 1 1 8
Hestamennska 2 1 1 1 1 6
Skylmingar 1 1 1 1 2 1 1 1 1 10
Hokkí 1 1 2
Knattspyrna 1 1 2
Golf 1 1 2
Fimleikar Listrænir- 1 1 1 1 4 3 3 EG 18
Dans- 1 1
Trampólín- 1 1
Handbolti 1 1 2
Júdó 2 2 2 2 2 2 2 14
Nútímafimmtarþraut 1 1 2
Kappróður 2 4 4 4 14
Ruðningur 1 1 2
Siglingar 2 2 2 2 2 10
Skotfimi 2 2 2 1 2 1 2 2 1 15
Sund 4 4 4 4 4 4 4 4 1 1 34
Listsund 1 1 2
Borðtennis 1 1 1 1 4
Tækvondó 2 2 2 2 8
Tennis 1 1 3 5
Þríþraut 1 1 2
Blak Strandblak 1 1 4
Innanhúss- 1 1
Sundknattleikur 1 1 2
Lyftingar 1 2 2 2 2 2 1 1 1 1 15
Glíma 2 2 2 3 3 2 2 2 18
Úrslit alls 12 14 14 15 20 19 24 21 22 17 25 16 23 22 30 12 306
Samtala 12 26 40 55 75 94 118 139 161 178 203 219 242 264 294 306
Ágúst 3
Mið
4
Fim
5
Fös
6
Lau
7
Sun
8
Mán
9
Þri
10
Mið
11
Fim
12
Fös
13
Lau
14
Sun
15
Mán
16
Þri
17
Mið
18
Fim
19
Fös
20
Lau
21
Sun
Úrslit
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy