23. janúar
Útlit
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2025 Allir dagar |
23. janúar er 23. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 342 dagar (343 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 393 - Þeódósíus mikli lýsti son sinn Honoríus, meðkeisara í Vestrómverska keisaradæminu.
- 1045- Játvarður góði gekk að eiga Edit af Wessex og hóf byggingu Westminster Abbey.
- 1295 - Benedetto Caetani varð Bonifasíus 8. páfi.
- 1579 - Utrechtsambandið sameinaði norðurhéruð Niðurlanda í Héraðssamband Niðurlanda og Vilhjálmur þögli varð ríkisstjóri.
- 1608 - Frakkland og Holland gerðu með sér varnarbandalag fyrir milligöngu Pierre Jeannin.
- 1698 - Georg Lúðvík af Hanóverætt varð kjörfursti af Hanóver.
- 1719 - Furstadæmið Liechtenstein varð til.
- 1741 - Sjö manns fórust í húsbruna á Hvítárvöllum í Borgarfirði.
- 1793 - Önnur skipting Póllands milli Prússlands, Rússlands, Heilaga rómverska ríkisins og Danmerkur var samþykkt.
- 1831 - Fáni Belgíu var formlega tekinn upp.
- 1907 - Jón forseti, fyrsti togarinn sem var smíðaður fyrir Íslendinga, kom til Íslands.
- 1943 - Duke Ellington spilaði í fyrsta sinn í Carnegie Hall.
- 1973 - Eldgos hófst á Heimaey.
- 1977 - Sjónvarpsþáttaröðin Rætur hóf göngu sína á ABC.
- 1978 - Svíþjóð bannaði notkun á gasi í þrýstihylkjum, sem talið er að skaði ósonlagið.
- 1979 - Fyrsti reyklausi dagurinn á Íslandi.
- 1989 - 275 manns fórust í jarðskjálfta sem gekk yfir Sovétlýðveldið Tadjikistan.
- 1997 - Mir Qazi var dæmdur til dauða í Bandaríkjunum fyrir skotárás á höfuðstöðvar CIA.
- 2001 - Fimm manneskjur kveiktu í sér á Tiananmentorgi í Beijing.
- 2002 - Bandaríska blaðamanninum Daniel Pearl var rænt og hann myrtur í Pakistan.
- 2004 - Yfir 50 fórust þegar eldur kom upp í brúðkaupsveislu í Srirangam á Indlandi.
- 2005 - Viktor Júsjenkó tók við embætti sem þriðji forseti Úkraínu.
- 2007 - Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag.
- 2007 - Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja voru stofnuð á Íslandi.
- 2008 - Palestínumenn sprengdu gat á landamæramúr við landamæri Egyptalands. Fjöldi fólks flykktist í gegn til að kaupa mat og aðrar nauðsynjar.
- 2009 - Uppreisnarleiðtoginn Laurent Nkunda var tekinn höndum af Rúandaher.
- 2011 - Þúsundir mótmæltu vegna stjórnarkreppunnar í Belgíu.
- 2012 - Evrópusambandið tók upp viðskiptaþvinganir gagnvart Íran vegna kjarnorkuáætlunarinnar.
- 2013 - Fyrstu Pebble-snjallúrin komu á markað.
- 2015 - Salman prins tók við konungdómi í Sádí-Arabíu.
- 2020 – Kórónaveirufaraldurinn 2019–2021: Kínverska borgin Wuhan var sett í sóttkví.
- 2022 - Roch Marc Christian Kaboré, forseta Búrkína Fasó, var steypt af stóli í valdaráni hersins.
- 2022 - Yfir 100 létust á Madagaskar, Malaví og Mósambík þegar hitabeltisstormurinn Ana gekk þar yfir.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1737 - John Hancock, bandarískur stjórnmálamaður (d. 1793).
- 1813 - Camilla Collett, norskur rithöfundur og kvenréttindasinni (d. 1895).
- 1832 - Édouard Manet, franskur listmálari (d. 1883).
- 1862 - David Hilbert, þýskur stærðfræðingur (d. 1943).
- 1862 - Frank Shuman, bandarískur verkfræðingur (d. 1918).
- 1896 - Karlotta af Lúxemborg, stórhertogaynja (d. 1985).
- 1897 - Sir William Stephenson, íslensk-kanadískur athafnamaður, hugvitsmaður og njósnari, talinn ein helsta fyrirmyndin að James Bond (d. 1989).
- 1898 - Sergei Eisenstein, rússneskur kvikmyndagerðarmaður (d. 1948).
- 1899 - Jakob Guðjohnsen, íslenskur verkfræðingur (d. 1968).
- 1910 - Django Reinhardt, belgískur gítarleikari (d. 1953).
- 1930 - Derek Walcott, enskt skáld.
- 1942 - Helena Eyjólfsdóttir, íslensk söngkona.
- 1942 - Sighvatur Björgvinsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1947 - Megawati Sukarnoputri, indónesísk stjórnmálakona.
- 1949 - Þuríður Sigurðardóttir, íslensk söngkona og myndlistarmaður.
- 1952 - Valgeir Guðjónsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1954 - Guðný Halldórsdóttir, íslenskur leikstjóri.
- 1956 - Kazumi Tsubota, japanskur knattspyrnumaður.
- 1957 - Ólafur Ólafsson, íslenskur kaupsýslumaður.
- 1960 - Max Keiser, bandarískur útvarpsmaður.
- 1966 - Haraldur Benediktsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1967 - Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 1973 - Dee Caffari, ensk siglingakona.
- 1973 - Júdíf, rússnesk söngkona.
- 1984 - Arjen Robben, hollenskur knattspyrnumaður.
- 1984 - Dragan Mrđa, serbneskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Dong Fangzhuo, kínverskur knattspyrnumaður.
- 1993 - Ryota Oshima, japanskur knattspyrnumaður.
- 1994 - Chan Vathanaka, kambódískur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1002 - Ottó 3., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 980).
- 1516 - Ferdinand 2. af Aragóníu (f. 1452).
- 1570 - James Stewart, jarl af Moray, ríkisstjóri Skotlands (f. um 1531).
- 1622 - William Baffin, enskur landkönnuður (f. 1584).
- 1803 - Arthur Guinness, írskur bruggari (f. 1725).
- 1806 - William Pitt yngri, breskur stjórnmálamaður (f. 1759).
- 1883 - Gustave Doré, franskur myndlistarmaður (f. 1832).
- 1944 - Edvard Munch, norskur listamaður (f. 1863).
- 1963 - Józef Gosławski, pólskur myndhöggvari (f. 1908).
- 1989 - Salvador Dalí, katalónskur listamaður (f. 1904).
- 1999 - Jakob Benediktsson, íslenskur ritstjóri (f. 1907).
- 2002 - Robert Nozick, bandarískur heimspekingur (f. 1938).
- 2002 - Pierre Bourdieu, franskur félagsvísindamaður (f. 1930).
- 2003 - Rúrik Haraldsson, íslenskur leikari (f. 1926).
- 2004 - Vasílíj Mítrokhín, rússneskur leyniþjónustumaður (f. 1922).
- 2004 - Helmut Newton, ástralskur ljósmyndari (f. 1920).
- 2011 - Jack LaLanne, bandarískur leikari (f. 1914).
- 2015 - Abdullah bin Abdul Aziz al-Saud, konungur Sádi-Arabíu (f. 1924).
- 2019 - Loftur Jóhannesson, íslenskur vopnasali (f. 1930).
- 2021 - Larry King, bandarískur útvarps- og sjónvarpsmaður (f. 1933).
- 2021 – Hal Holbrook, bandarískur leikari (f. 1925).